Flutt úr Eyktarásnum!!
Ohhh þvílíkt notarlegt að vera búin að skila íbúðinni af okkur. Bæði gærdagurinn og dagurinn í dag fóru í að þrífa skrúbba og skúra hátt og lágt. Hreingerningarlyktin svífur eins og ský yfir öllum Árbænum. Komum "heim" á Digra nú fyrir stuttu og það var frekar uppgefið fólk sem hlammaði sér í sófann....vorum ekki búin að sitja lengi þegar allt í einu mundi eftir einu sem við gleymdum...............FISKARNIR okkar. Þeir eru enn í búrinu sínu inn á klósetti í Eyktarásnum og við búin að skila lyklunum!!!! Arrrrg hvað þetta er ergjandi. Eins gott að það voru ekki börnin okkar sem við gleymdum. Gumminn er lagður af stað í leiðangur að reyna að ná þeim út!!
Erfið vika alveg að verða búin, sólin okkar lögð af stað í ævintýraferð og Pésaskott kominn í bílaleik....ætla að njóta þess í kvöld að horfa á sjónvarpið og borða eitthvað annað en pizzu!!
kveð að sinni
5 Ummæli:
Til hamingju með að vera flutt út Freyja mín, ég veit að það var langþráð stund :)
Til hamingju að vera komina "heim" en að gleyma fiskunum heheh, enginn nema þið;)
Kv. Björg Maggý
Til hamingju með að vera komin í hverfið og laus við þetta "vandræðapakk" þarna í ásnum :)
Svo styttist bara í fluttninga í Dal kenndan við Úlfarsá hmmm.
Hils. úr nágrenninu, pínu neðar en þið eruð núna :)
Úff ekki öfunda ég ykkur á þessu flutningastússi, en mikið svakalega eruð þið dugleg í nýja húsinu.
Í ykkar sporum hefði ég látið fiskana fylgja Eyktarásnum. :-)
Kv.
Kiðlingur
http://barnaland.is/barn/40949/
Til lukku sæta mín. Þið eruð svo dugleg,úff hvað eru margar klst í sólahringnum hjá ykkur. Ég svitna bara við það að lesa það hvað þið eruð dugleg ;)
Ta ta Vala
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim