Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

hvur skrattinn er kominn í veðrið?

Ég sem elska mikinn snjó þá er hann ekki að gera góða hluti í ár. Allar byggingarframkvæmdir liggja niðri sökum veðurs....sökklarnir áttu að vera settir upp í dag og einingarnar eru farnar í framleiðslu. Setur ágætisstrik í reikninginn sem og að bankinn okkar er ekki að gera góða hluti. Þeir liggja á fjármunum sínum eins og ormur á gulli og vilja að við gefum hjartað úr okkur í skiptum fyrir örfáar millur.....leiðindasjóður og fýlupúkar. Ætli þýði nokkuð að spjalla við þennan í röndóttufötunum, ja eða þennan bleika.

Nei í alvöru, hvað gerir fólk eiginlega. Þetta er algjör klikkun. Við erum byrjuð á framkvæmdum komin með lánsloforð í hendurnar uppá 40 millur frá bankastofnun og nú vilja þeir ekki lána okkur....senda manni bara löngutöng. Hvernig hefði þetta verið ef við hefðum verið að kaupa tilbúið einbýlishús, fengið lánsloforð, hefðu þeir getað komið 6 mánuðum seinna og krafist þess að við færum í greiðslumat.

Ætla að spila í Lottó á laugardaginn og fara með bænirnar....kannski hlustar hann þarna uppi.

kveð að sinnu úr ófærð og hreti Freyja

1 Ummæli:

Þann 08 febrúar, 2008 , Blogger S r o s i n sagði...

Já, þetta virðist vera jafn mikið lotterí eins og Laugardagslottóið... ekkert að því að spila þar eins og í bankanum!

Þetta reddast... er ekki svo rækt í fyrró?

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim