Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, apríl 08, 2006

Laugardagur til lukku

Kominn laugardagur aftur, og brátt verður kominn mánudagur, tíminn líður frekar hratt hérna í mörkinni, held að sumartíminn sé fljótari að líða en vetrartíminn, getur eitthvað verið til í því?

Hélt saumaklúbb í gær og komust færri að en vildu,.....hehe nei þetta var fámennur en fínn klúbbur og sátum við fram yfir eitt að spjalla og sauma of course. Ýmis málefni rædd og rökrædd, og önnur leyndarmál uppljóstruð, gaman af því.

Plan dagsins í dag er mjög óljóst, ætli við Ársól chillum ekki hérna heima eitthvað og dúllum okkur fram eftir degi. Það er ekki af því að spyrja en auðvitað er karlpeningurinn hangir í skólanum alla daga, og rétt sést bregða fyrir í eldhúsinu annað slagið. Þessi elska!!

Hef lítið sem ekkert að segja, bumbubúinn situr sem fastast á sínum stað og er ekkert að gera sig líklegan til að koma í heiminn, hlýtur að líða vel þar sem hann er og verður eflaust þarna eitthvað fram í maímánuð.

Segjum þetta gott í bili-þar til síðar. Adíos félagar Freyja

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim