Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, september 23, 2005

Verð að deila þessu með ykkur...

Ég þekki eina stelpu sem þekkir stelpu sem þekkir aðra stelpu sem á vinkonu....nei ekki alveg svona langsótt, en málið er að ég á vinkonu sem er ólétt og hún á vinkonu sem er nýbúinn að eiga. Þær vinkonurnar eiga báðar kærasta og hafa átt í nokkur ár, en eru með aðskilinn fjárhag. Allavega, þær voru að ræða málin hvað þetta væri allt saman órtrúlega ósanngjarnt, þe þegar konan er ólétt þá þarf hún að kaupa sér ný föt, og það eru nú enginn smá útgjöld sem konan fær. Eftir fæðingu er auðvitað ekki hægt að nota óléttufötin þar sem þau eru huges og ekki er hægt að fara í gallabuxurnar sem voru notaðar fyrir óléttu þar sem þær hafa minnkað allt of mikið í þvotti, svo þá verður að fara í búðina og fjárfesta í nýjum alklæðnaði og fyrir þá óheppnustu þá verður algjörlega að skipta út öllum fötunum. En málið er að þeim finnst ótrúlega ósanngjarnt að konan ein beri allan kostnað við þessi aukaútgjöld.....og eru þess vegna með það á prjónunum um að biðja mennina sína hvert þeir vilji taka þátt í þessum kostnaði................hallóóóó hvað er að gerast maður, þið eruð búin að taka sameiginlega ákvörðun um að stofna fjölskyldu er þá ekki kominn tími á að hafa hlutina sameiginlega. Vááá ég átti eiginlega ekki til eitt orð, get ekki skilið að það geti verið gaman að setjast niður á kvöldin og fara yfir reikninga og telja hrísgrjónin sem hinn aðilinn borðar í kvöldmatinn og borga eftir vigt, þe sá sem borðar meira hann borgar meira.

Nei ég held ekki að það gangi, ekki allavega hérna á þessu heimili, nennið fyrir svona veseni er ekki til staðar.

En að allt öðru; ég var svo heppinn að ég var klukkuð tvisvar meira að segja, sem þýðir að ég á segja frá 5 gagnlausar upplýsingar um mig hér koma þær:

1. ég er ekki frekja bara smá ákveðin...tvennt ólíkt
2. Elska að fara í rólustökkvikeppni við stelpurnar á Raskinu í háum hælum....
3. Sakna þess að segja Helgu systir ljótar sögur á kvöldin þegar við áttum að fara að sofa, hún ver svooo trúgjörn og vað alltaf skíthrædd. Nú ef ég reyni að segja Gumma svona sögur er ég sú eina sem verður skíthrædd og get ekki sofnað...
4. Elska að vera heima á Hornafirði og horfa á fallegu fjöllin þar allt um kring, er með smá heimþrá í dag.
5. Er algjör sveitalúði sem finnst flott að vera í gúmmitúttum.

Já þá hafið þið það...mjög gagnlegar upplýsingar, vona að þær verði ekki notaðar gegn mér, já og nú er komin röðin að mér að klukka, ég ætla að klukka Helgu sys, Viktoríu og Möttu....

Góða helgi

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim