Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, september 19, 2005

Afmælið búið og heppnaðist vel í allastaði. Það var þreytt en alsæl átta ára stelpa sem skreið upp í rúm á föstudagskvöldið, og enn þreyttari foreldrar.

Bekkurinn kom, sá og sigraði, fórum í fullt af útileikjum, hornabolta, einskonar sto og reipitog, svo það vantaði ekki fjörið. Svo komu þægilegu gestirnir, þe íslensku krakkarnir með gæslumenn með sér. Það var setið og kjaftað fram á kvöld-mjög notarlegt.

Fórum í MGP partý til Óla og Jóu, MGP er svona júróvision fyrir krakka. Stelpurnar voru auðvitað rosa spenntar en einhverra hluta vegna voru það foreldrarnir sem entust til loka og börnin voru farin í kubbó inn í herbergi....og misstu af vinningshafanum... gaman af því.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim