Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Mér er svo illt í munninum mínum....

ekki í tönnunum, og ekki kannski beint í munninum, heldur eiginlega í kjálkanum. Skildi ekkert í þessu í fyrradag hvað væri eiginlega að mér í kinnbeinunum og í kringum jaxlasvæðið en nú er ég búin að finna hvað veldur. Ég er farin að gnísta tönnum í gríð og erg og ekkert fær mig stoppað. Held að stressið sé farið að láta á sér kræla, en indælt ekki satt.

Annars er ég alveg hætt að borða óhollann skyndibitamat og er komin í fæði hjá nágrönnum. Í fyrradag fór ég í lasagnea til Þóru og Gústa og í gær fór ég síðan til Birgittu og Todda. Ég er svooo sniðug, geri eins og hann tengdapabbi minn kenndi mér, mæta á svæðið rétt fyrir mat og sitja þar til manni er boðið eitthvað gott að borða, já ef manni er ekkert boðið þá getur maður brugðið á það ráð að kíkja í ísskápinn og kanna birgðirnar. Nei kannski er ég ekki alveg svona slæm en næstum.

Fór í bíó á mánudag að sjá myndina Veninder, æjjj hvað hún var skemmtilega mikil stelpumynd. Fjallar um vinkonur sem fara í sumarbústað til að fagna fertugs afmæli einnar. Og það er ýmislegt sem gerist í bústaðnum og enginn lifði hamingjusamur til æviloka, en allir voru samt glaðir. Skemmtilegt.

Familian mín kemur svo heim í dag og þá get ég hætt að misþyrma Óskari, hann er farinn að fela sig ég birtist.

Óskar: "Arrrrg hún er komin heim, nú fer hún að knúsa mig og greiða mér!!! vonandi setur hún ekki slaufur í mig, ohhhh ég hata slaufur"

Já það er ekki auðvelt að vera Óskar aleinn heima með mér.....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim