Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, júní 16, 2005

Einn, tveir, þrír renna...

Ég hjólaði á eftir einni svoooo fyndinni konu í morgun. Hún hefur þessa líka fyndnu hjólatækni. Fyrir utan það að vera með sokkana auðvitað vel bretta yfir buxurnar þá notar hún sérstakan takt þegar hún hjólar. Hún ýtir á petalana (já svona eins og flestir gera) en í þriðja hvert skipti þá ýtir hún mjög fast og lengi og hangir þeim megin í smá tíma. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur, einn tveir því og renna. Við þessar hjólaaðferðir svingar hún fram og tilbaka á gangstéttinni og það er eiginlega engin leið að fara fram úr henni....fyrir utan það að maður er auðvitað alveg í krampa og á bágt með sig ekki að byrja að hjóla eins og hún!

Ársól er alveg að verða komin í sumarfrí, skólinn klárast á föstudag og í þessari viku hafa þau verið að flytja yfir í nýja skólastofu, milli þess sem þau hafa verið í ferðum hingað og þangað. Hún ætlar síðan að vera í fritids þar til pabbi hennar er kominn í frí 22 júni og þá verða þau bæði í fríi. ahhhh hvað það verður notarlegt! Gummi fer síðan að vinna 9 júlí og þá vantar okkur barnapíu til 18 júlí, er ekki einhver sem á ungling sem vill endilega kíkja til DK á þessu tímabili, já eða ömmur og afar/frænkur og frændur.......það vill ekki svo heppilega til að þið séuð laus á þessum tíma?

heyri í ykkur

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim