Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Góðar fréttir - vinnufréttir - snjófréttir - og dúkafréttir
- engar fréttir eru góðar fréttir

Góðu fréttirnar eru þær að á mánudaginn tókst hið ómöglega, þe að ná RNA úr einu sýninu mínu. Sýnin mín koma frá nýgreindum brjóstakrabbameinum og ég hef verið að rembast við að ná úr þessum agnarlitlu sýnum einhverju RNA sem ég get notað á fyrir microarray. Ekkert smá mikil gleði á þessum bæ þegar þetta heppnaðist og nú er bara að vona að heppnin verði með mér áfram. Og og og ef þetta virkar þá er ég búin að ná settu markmiði með verkefninu mínu og þá sé ég kannski fram á að geta sagt eitthvað að viti í vörninni sem nálgast óðfluga.....reyndar enn 8 mán. til stefnu. Svo ég er ekkert orðin úrkula vonar að það takist.

Að allt öðru, allt á kafi í snjó hérna í sveitinni og sópararnir eru á fullu úti til að gera vegina ökufæra.

Og að enn öðru:
VIð erum búin að setja nýja gólfdúk á eldhúsið okkar, stækkaði nú bara um helming við þessa lagningu. Miklu flottara en það var. Fengum reyndar verstu þjónustu sem ég hef lent í hérna í DK. Gellan sem afgreiddi okkur langaði svo miklu frekar að liggja heima undir sæng og horfa á videó heldur en að afgreiða okkur. Við fundum síðan einn dúk sem var neðstur í bunka af dúkum, ég náði í Gellu og bað um aðstoð.....nei þetta verður allt of erfitt!! Gat nú ekki hamið mig og spurði hvernig ég ætti eiginlega að kaupa dúkinn ef hún næði honum ekki undan...daaaaa. Hún var bara ýkt pirruð svona pirrí pú dæmi. Endaði með því að við gerðum þetta sjálf og hún stóð og horfði á. Bað hana síðan að klippa límbandið svo við gætum séð hann aðeins betur....ohhh ég var ekkert smá leiðinlegur kúnni..... hún gerði þetta en treglega. Þegar hún var búin að draga hann út og við vorum búin að skoða pínu..." nei við ætlum bara að fá þennan sem er uppi" hehehehehehe Ekki skánaði fýlan í henni við þetta og versnaði um helming þegar við sögðumst ætla að taka hann núna með okkur þannig að þetta varð hellings vinna fyrir greyis Gelluna og hún var másandi og blásandi af ofreynslu þegar við yfirgáfum verslunina.....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim