Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, janúar 02, 2005

Gleðilegt ár allir þarna úti

2005 hljómar það ekki frekar skelfilega eða hvað, kannski ekki. Árið 2004 er búið að vera athyglisvert og skemmtilegt, ýmislegt búið að bralla og önnur áramótaheit búið að brjóta....já td 10 kg eru ekki farin en 5 kg eru komin svo ætli planið sé þá ekki 15 kg þetta árið....líklegt að það verði efnt. Hætta að reykja, það var nú auðvelt þar sem maður hefur nú aldrei byrjað á þeirri vitleysu, en erfiðara var að hætta nammiátinu. Standa sig ýkt vel í vinnunni, erfitt að segja, stendur maður sig einhverntímann nógu vel? Er ekki alltaf hægt að gera aðeins betur? Annars get ég ekki annað en verið glöð í vinnunni minni-fullt skemmtilegt að gerast og læra fullt af nýjum aðferðum.

Árið er búið að vera gott hjá Ársól, hún er búin að fara sjálf til Íslands, stækkaði um nokkra metra við þá reynslu. Eftir reynsluna á Íslandinu er hún komin með ólæknandi áhuga á hænum og ég verð örugglega komin með gaggandi hænur um allan garð áður en langt um líður. Hún byrjaði líka í 1.c eftir miklar vangaveltur um hvað ætti að gera þar sem hún ekki vildi tala við kennarann sinn, en sem betur fer fór það allt á góðan veg og nú er hún farin að tala við annan kennarann af tveimur svo við horfum björtum augum á framhaldið. Það er ekki alltaf auðvelt að vera þrjóskur strandamaður.... Hún er búin að eignast góða vini og alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera hjá henni.

Gummi sem aldrei vex upp úr því að koma heim kl 7 á morgnanna í rifinni skyrtu og með blóð í nös, er núna að klára 3 önnina af 6 svo ef allt gengur vel 10 janúar er hann hálfnaður. Þetta með slagsmálin hélt ég að menn myndu vaxa upp úr svona allavega þegar menn eru þrjátíu og eitthvað...en nei nei þessir strákar eru alltaf eins og 18 ára fullir af testósteróni sem losnar út þegar þeir geta sýnt hversu sterkir þeir eru..

Við fluttum líka í nýja íbúð, kvöddum Rasmus Rask og fluttum á Ivarsvej. Fórum nú ekki langt því nýja íbúðin er í 10 mín fjarlægð frá raskinu. Getum alltafskoppað þangað upp eftir og kíkt á fólkið. Nýja íbúðin er rosalega fín og við erum mjög ánægð hérna. Ekki verra þegar nágranninn okkar er eiginlega aldrei heima svo það er næstum eins og við séum hérna alein í húsinu.

Á árinu höfum við líka þurft að segja bless við ótrúlega marga, sem hafa flutt tilbaka á Íslandið góða, og ég held að það sé það erfiðasta við það að búa hérna. F'olk myndar rosalega sterk vináttubönd og svo þarf maður að segja bless. En við eltum ykkur hin bara og verður án efa komin heim á klakann eftir eitt og hálft ár.....díííí það er eins gott að húsnæðismarkaðurinn breytist aðeins áður en við komum því annars er hætta á því að við búum bara í hljólhýsi í garðinum hjá tengdó, og þau gætu nú orðið frekar þreytt á okkur til lengdar!!

2005 vertu velkomið og hlökkum til að sjá hvað þú berð í skauti þínu.0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim