Róleg helgi.
Helgin var afburða róleg. Fór í saumó á föstudag og var eitthvað að veltast og reyna að koma hlutunum á rétta staði í íbúðinni á laugardaginn. Náði að drösla upp borði neðan úr kjallara, plantaði því í stofunni og setti dúk á það...tarara komið þetta fína borðstofuborð. Sunnudagurinn var sannkallaður fjölskyldudagur, fórum upp í koloni og höfðum það gott í kuldanum, Gummi inni að taka til í ísskápnum og við Ársól úti að mála.
Til hamingju með afmælið Svala Vala, vona að þú eigir frábæran afmælisdag.
Var í mat áðan og þá var aðalumræðan ferðalag sem Vibe er að fara í, 4 mánuði í Ástralíu og um allt. Svaka spennandi og mikil umræða um hvað þau ætla að hafa í jólamatinn. Þá fór hún að segja okkur frá því að síðast þegar hún var í ferðalagi um jól, (var reyndar í 9 mánuði) þá fékk hún sendingu frá Danmörku, og í pakkanum var: lifrarkæfa og rúgbrauð...........er ekki í lagi!!! þetta borðuðu þau síðan í julefrokost....Daaaaa. ÉG sem þarf eiginlega alltaf að pína í mig rúgbrauðinu og það er ekki séns að ég smakki þessa lifrarkæfu..jakk
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim