Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Gufuvélin..

Ég hjólaði í skólann í morgun sem er nú ekki til frásögu færandi nema að ég var umlukin þykku skýji alla leiðina. Málið er að það er svo geggjað veður hérna ískalt og stillt, og þegar maður andar frá sér kemur massamikil gufa, og þegar maður hjólar og reynir pínu á sig þá andar maður þar af leiðandi meira = meiri gufa. Og þar sem ég er nú ekki í miklu formi þessa dagana/mánuðina/árin þá kemur þvílíkt mikil gufa þegar ég hjóla, eins og þarna sé gufuvél á ferðinni.

Svona er lífið í Odense þessa dagana. Gaman af því ( eða mamma á að vera að, man það ekki!!)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim