Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Blogg hvað...

Mamma og pabbi eru búin að vera hjá okkur síðan á föstudag það er ástæðan fyrir því að ekkert gerist hérna á síðunni hjá mér.....(árinni kennir ...) Við nýttum tímann til ýmislegs, aðallega samt í að láta mömmu batna kvefið áður en hún færi til Prag. Fórum reyndar til Flensborgar og í grensann að ná okkur í ódýran bjór og kjöt. Keyrt heim með fullt skott af góðgæti frá Citti. nammmmm. Fundum líka útimarkað í Þýskalandi og þar voru æpandi sölumenn út um allt og ég keypti af þeim háværasta, greinilegt að sölutrixið hjá honum virkar vel. Æpa sig hása og yfirgnæfa nágrannann.

Rafvirkinn er búinn að tæknivæða heimilið þá aðallega klósettið....því þar er hann búinn að koma fyrir hreyfiskynjurum!!!! jamms honum er ekki við bjargandi. Nú kvikna ljósin í hvert sinn er maður labbar inn á kló. Versta við að skynjarinn "sér" ekki alltaf Ársól þegar hún er þarna inni og situr þarna í myrkrinu, fann reyndar út úr því að með því að blaka sturtuhenginu fær hún ljósið aftur.
Það líður örugglega ekki á löngu þar til heimilið verður þannig að það sé nóg að klappa saman höndunum og þá kviknar upp í arninum..... Tækninni fleygir fram á heimilinu.
0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim