Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Elsku stóri bróðir takk fyrir að hringja í mig, rosa gaman að heyra í þér (loksins) hehe

En þetta virkaði allavega, hann bróðir minn hringdi, þorði ekki öðru hann veit hvað ég er erfið.

Í fyrrakvöld skelltum við okkur skötuhjúin í púl út á bar. Gummi meistari vann auðvitað 2 sinnum en mér tókst að vinna einu sinni.  Ýkt góð og ég mala þig næst, þetta var bara æfingaleikur.  Ég verð út á bar að æfa mig alla daga svo skora ég á hann. Tek hann í nefið!

Í gær kíktum við í bíó, annað sinn á mjög stuttum tíma, fórum að sjá TROJA, jakk léleg mynd finnst mér, en Braddinn er eins og alltaf þvílíkt sætur.  Held að allar konurnar í salnum hafi verið komnar til þess að ´sjá hann hlaupandi um beran að ofan.  Váááá.  Nema konan sem sat hliðiná mér, hún flissaði alla myndina, sama hvað var að gerast.  Svo talaði hún svo mikið að ég var við það komin að gefa henni ærlegt olnbogaskot.  Þau hjónin eru greinilega vön að sitja heima og horfa á sjónvarpið tvö ein þar sem hún getur talað óhindrað við manninn sinn og giskað á hvernig myndin endar.......daaaa pirrandi fólk, eins og það væri ekki augljóst hvað var inn í troja hestinum, heimska kelling.  Æjj ýkt var á pirruð út í hana.  ´

Ársól kemur heim á morgun, jibbííí.  gaman gaman. Gummi ætlar til köben að sækja hana.

Verð líka að segja ykkur hvað gerðist í morgun, þegar ég var á leiðinni út, komst ég að því að útihurðin var læst....sem er auðvitað ekkert skrýtið, en það sem var ekki sniðugt var að ég fann enga lykla, svo ég komst ekki einu sinni út úr íbúðinni, hvað þá meir. dem.  Gummi með alla lykla með sér í vinnunni og ekki með neinn síma.  En Freyja deyr ekki ráðalaus, skreið bara út um gluggann....vona bara að fólkið sem var að keyra framhjá hringi ekki á lögguna....svo verð ég bara að vona að ég komist afur inn um gluggann þegar ég kem heim á eftir, má sem sagt ekki borða neitt í dag, svo ég sitji ekki föst í glugganum.

 

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim