Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, maí 28, 2004

Fiskiferð til Aarhus

Við fórum og náðum í fiskinn sem Pési tengdó sendi okkur, til Aarhus í gær. Gátum auðvitað ekki sleppt tækifærinu þar sem við vorum komin til Aarhus að fá okkur pizzu á Pizza hut. Namm hvað þetta var gott en vá líka hvað þetta er drullu dýrt. Eins gott að pizza hut sé ekki hérna hjá okkur í Odense.

Ég er líka komin í helgarfrí aftur og nú er Gummi líka í helgarfríi....skringilegt að sjá hann aftur. Hann hefur verið að koma heim seint á kvöldin og farinn eldsnemma á morgnanna, svo ég hef ekki séð svo mikið af honum síðustu vikurnar. En þau (grúbban hans) voru að skila verkefninu sínu í dag. Svo nú þurfa þau bara að verja hana í júní.

Er að bíða eftir að Eva Villa láti sjá sig, hún er stödd héna í Odense og ætlar að kíkja á eftir. Gaman að sjá framan í hana.0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim