Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, mars 24, 2004

Sveitaferð=búðarferð

Já við Sigurrós nágranni fórum í sveitaferð í gær, tilgangur ferðarinnar var jú auðvitað að athuga hvort við gætum ekki örugglega fundið eitthvað til þess að eyða námslánunum í.......við fórum í stærstu húsgagnabúð sem ég hef farið í: Risa búð út í sveit. Finnst þetta frekar fyndið að hafa svona stóra búð út í sveit. Keyptum reyndar ekkert í þessari ferð (óvenjulegt þegar við erum á ferðinni) en við bætum þetta bara upp seinna. Annars er allt bara á réttu róli tilraunin sem ég var að gera í dag var ekkert spennandi og skilaði engum niðurstöðum, en það er ekkert nýtt. Ég verð þarna þar til ég verð fertug.....ekki að ég sé að verða það eitthvað á næstunni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim