Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, mars 16, 2004

Namm namm namm haldið þið að við höfum ekki (eða Ársól) fengið pakka um helgina, Svala Vala var að senda okkur (Ársól) pakka, fullan af íslensku nammi. Ekkert smá gott. Takk fyrir sendinguna Vala. Þurfum auðvitað að spara smá en það verður örugglega tekið hraustlega á í nammiátinu næstu helgi.

Við vorum nú eiginlega ekki að gera neitt um helgina, vill svo skemmtilega til að Gummi var að læra. En þetta hlýtur að taka einhvern enda, allavega eftir nokkur ár.

Er núna að reyna að vera ýkt dugleg og skrifa niðurstöður inn í tölvuna, þetta tekur óratíma og þá er nú skemmtilega að blogga um ekki neitt. Fékk svo góðar niðurstöður úr rannsókninni sem ég var að gera á föstudaginn, það er nú greinilegt að maður þarf að nota svona föstudagskvöld í það að vera í vinnunni.

Þar til síðar, bið að heilsa ykkur..........

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim