Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, febrúar 21, 2004

Góðan daginn, góðan dag

Jæja við skelltum okkur til Þýskalands í gær eftir vinnu-/skóla. Brunuðum í samfloti við ofurforda-fjölskylduna. Það var þvílík blíða einmitt svona ferðalagaveður. Bjart og kalt. Komum við í einni TREND búð sem selur SVO flott húsgögn. Gummi var nú ekki eins heitur þar sem hann er á sínu nískunískunísku tímabili (andstæða við mig sem er á eyðaeyðaeyða bili). Svo þar var ekkert keypt (karlpeningurinn fékk að ráða). Fórum í risa mollbúð sem selur 20 kg poka af steiktum lauk, sem er auðvitað nauðsynlegt á hvert heimili. Við versluðum ýmislegt nauðsynlegt og líka ónauðsynlegt. Eftir langann tíma vorum við loksins búin að fylla skottið, lögðum við af stað í veitingarhúsaleiðangur. Fundum þennan líka flotta stað, þýsk kráarstemming í þvílíkt flottri götu. Eins og að koma frekar mörg ár aftur í tímann. Þegar við fórum að skoða matseðilinn runnu á okkur tvær grímur........verðið var frekar hátt fyrir námsmenn úr Danmörku. Eftir miklar umræður var eiginlega komin sú ákvörðun að allir fengju sér spagetti af barna matseðlinum, eina sem við hefðum efni á!!! En við nánari athugun komumst við að því að matseðillinn sem við vorum að skoða var ekki alveg réttur því þetta var vínseðill af rauðvíni af bestu gerð. Við fundum þá réttina sem við vorum að leita af og pöntuðum okkur þvílíkt flottan mat og geggjað góðann. Nammmmmmmm Ferðin endaði því ekki á þann veg að við þyrftum að borða spagetti heldur dýrindis máltíð að hætti þjóðverja.
Við brunuðum svo heim á leið með stuttu stoppi í grænsabúðunum til þess að fylla restina af bílnum með bjór. ( sem kostar bætheway helmingi minna en í DK)
Það var greinilegt að ofurfordinn er miklu viljugri á leiðinni heim því hann spændi á undan okkur og við sáum bara rétt grilla í afturljósin!!!

Góðar stundir

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim