Freyja

Týnd í tölvunni

laugardagur, desember 06, 2003

Óveður

í gær heyrði maður það að það ætti að vera óveður síðastliðna nótt og í dag, það átti að blása köldum vindum allaleiðina frá Íslandi með tilheyrandi snjókomu og skemmtilegheitum.............en ég er nú ekki viss um að Íslendingar myndu kalla þetta óveður, varla veður, smá blástur með pínu agna rigningu. Ekki lét snjórinn sjá sig íþetta sinn og urðu örugglega margir fegnir en ekki við, við erum nefnilega komin á vetrardekkin og erum til í smá snjókomu til þess að prófa þau. Ég held að daninn viti varla hvað sé óveður.

Erum annars að undirbúa heljarmikla skemmtun sem yngsti meðlimur fjölskyldunnar ætlar að halda hérna heima á eftir, hún er búin að bjóða vinum sínum að koma og fara í leiki, ég held að eigi að fara ístoppdans og flöskustút og fá sér svo smá popp og nammi í eftirmat, já og auðvitað flödeboller, sem eru alveg ómissandi. Þetta verður skemmtilegt. ........

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim