Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, desember 03, 2003

Haldiði ekki að ég hafi verið tekinn af löggunni í morgun, ekki af því að ég keyrði yfir á rauðu eða of hratt....nei ég var tekin vegna þess að ég hafði ekki ljós á hjólinu mínu. En það er skylda að vera með 2 ljós á hjólinu, og er sektin fyrir það 500 dkr fyrir ljósið.......vááááá En ég fékk að sleppa í þetta skipti ef ég lofaði að fara og kaupa lukt á hjólið. Ég ætla að bruna beint í búðina á eftir og fjárfesta í ljósi. Ég mátti ekki einu sinni hjóla á hjólinu varð að teyma það í burtu, en svo lánaði Ársól mér ljósið sitt svo ég gat hjólað í skólann. Ferlegt maður. Mætti síðan fullt af fólki sem var að teyma hjólin sín........greinilega í sömu vandræðum og ég.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim