Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, ágúst 04, 2003

Vá hvað það er nú spennandi að byrja í skóla

Allavega þegar maður er að byrja í 0. bekk. Þvílíkar pælingar í gangi og frekar erfitt að sofna. Mamma ég ætla að klippa út blað og skrifa 8, 6 og 4 á það.............því ef kennarinn spyr mig kannski hvað er 4+4 mikið þá sýni ég honum bara blaðið!!! Fyndnar pælingar sem eru í gangi þegar maður er að verða sex ára.

Þegar við komum úr ferðalaginu fór Ársól að sýna Natalíu vinkonu sinni allt sem hún fékk í ferðinni, og yfirleitt var það " Vala gaf mér þetta og þetta...."
Ársól: hún gaf mér bara allt sem ég bað um.
Natalía: Váááá rosalega er hún góð
Ársól: jáháhá hún er alveg best

Vantaði bara "eitthvað annað en mamma og pabbi...."

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim