Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Skólafólk er skemmtilegt fólk!!

Jæja þá eru allir meðlimir þessarar fjölskyldu orðnir nemar, fyrsti dagurinn í skólanum hjá Ársól gekk vonum framar og það voru nokkrir krakkar í bekknum hennar sem hún kannaðist við, ein íslensk stelpa ssem hún þekkir aðeins og einn sem var í leikskólanum hennar. Hún fékk síðan að fara í fritids og var eiginlega ekkert tilbúin að fara heim, þegar ég var að fara heim........... Svo það lofar góðu. Á morgun eiga þau svo að fara í leikfimi og á fimmtudag er sundkennsla. Vá ég fæ bara sting í magann út af þessu öllu saman. Mér fannst ég vera svo stór þegar ég fór ein í sund og svona en hún er bara ennþá frekar lítil.......allavega í mínum augum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim