Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Þetta er nú meiri skrifletin hérna hjá mér, það er svona að vera heimavinnandi húsmóðir, maður er svo busy alltaf, skúra , baka og í barbie.............maður verður nú stundum að leika sér. Ég fæ alltaf að STÝRA pabbanum og stundum ef ég er mjög þolinmóð þá fæ ég að stýra mömmunni. Þetta er nú frekar fyndið að stýra........... hvaðan kemur þetta eiginlega??? Annars er mjög gaman að fylgjast með þessum leikjum, þegar stelpurnar eru í barbie þá er þetta ljúfur og fallegur leikur þar sem börnin eru skömmuð og pabbinn er sendur á skrifstofuna, en þegar strákarnir koma og eru með, þá breytast barbie-urnar í súperkonur og geta flogið um allt og svo slást þær um bílinn, sem er reyndar ekki alltaf bíll heldur breytist yfir í geimflaug sem er með skotbúnaði og öllu....................það er svo mikill munur á leikjum hjá þessu fólki.

Annars er maður bara ð hamast við það að hafa það gott og það gengur bara bærilega. Styttist óðum í það að barnið verði að skólabarni.........er meira að segja búin að missa eina tönn og allt. Maður eldist nú talsvert við það. Vá þá þarf maður alltaf að vakna kl 7 eða fyrr og vera mættur í skólann kl 8............púffff ljúfa leikskólalíf búið og alvaran tekin við.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim