Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, júní 19, 2003

Réttur dagsins

2 eðlur
4 stórir sniglar
nokkrir ánamaðkar
handfylli af drekaflugum og ögn af óþroskuðum eplum

Þetta er afrakstur garðvinnunnar í gær, búin að grandskoða öll þessi dýr ( og ávexti) og eiginlega meira en ég vil, er ekkert allt og hrifin af þessu.......(allavega ekki dýrunum).....en það var rosa skrýtið að láta eðluna skríða á sér, eins og hún sogaði sig fasta við mann, skrýtið.
En það er eiginlega ekkert að gerast hér núna, Gummi þykist vera búinn í prófunum en hann á eftir að fara í eitt próf á morgun og er nú ekkert allt of duglegur við að lesa......erum bara búin að vera að leita af vinnu út um allar trissur, bara ekkert að hafa svo það endar með því að við verðum að fara að lifa á því sem við fáum úr garðinum, ég pant borða eplin, þau geta borðað restina. Núna er Ársól á leik´skólanum, það er kveðjuveisla fyrir krakkana sem eru að byrja í skóla. Rosa spennó að vera orðin svona stór, en ég fæ bara sting í magann þegar ég hugsa um að hún sé að fara í skóla.....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim