Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, júní 19, 2008

Fyrsta máltíðin í Urðarbrunninum..............pizzur, skyndibitafæði og upphitaður matur sem etinn hefur verið þarna telst sem sagt ekki með. Nutum sólarinnar í stofunni og bragðaðist maturinn afar vel. Enginn kvartaði undan of miklu ryki en sumir voru lofthræddari en aðrir!!

Grillið mátað á svalirnar....tekur sig nokkuð vel út ekki satt!Gummi nokkuð ánægður með afraksturinn, húsið telst nú fokhelt.

Helgu leist ekkert allt of vel á galopið stigaopið og snaraði saman einu stykki hlera til þess að varna þess að börn og gamalmenni færu sér að voða!! Tengdaforeldrar hennar réttu fram hjálparhönd svo hún færi sér ekki að voða með sögina.


kveð að sinni og býð góða nótt

7 Ummæli:

Þann 19 júní, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ótrúlega glæsilegt hús! Gummi flottur á þakinu og Helga mín reddaressu bara! :-)

 
Þann 19 júní, 2008 , Blogger S r o s i n sagði...

Mikið lítur þetta vel út... hlakka til að koma og taka þetta almennilega út... hætta þessum veikindarugli bara NÚNA!

Stórgæsilegt hjá ykkur, til lykke!

 
Þann 20 júní, 2008 , Blogger Unknown sagði...

Vá engin smá höll sem þið eruð að byggja. Til hamingju með áfangann.
Kveðja Ella

 
Þann 20 júní, 2008 , Blogger Freyja sagði...

Takk takk, þið verðið að líta á höllina við tækifæri. Já og Heiða þú verður að koma í hundaheimsókn eftir miðjan júlí...það er farið að telja niður á þessum bæ!!

 
Þann 29 júní, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

"það var ekki sagt mér" að sunnudagar væru hvíldardagar hjá fólki í húsbyggingum!!!!! Kíktum við hjá ykkur í dag en enginn heima. Hittum vonandi betur á næst.
Kveðja af Álftanesinu, Sævar og co.

 
Þann 03 júlí, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ji hvað þetta er flott. Ætla að taka bíltúr til ykkar um helgina og fá að kíkja. Aldrei að vita nema maður hitti ykkur þá:)
Guðbjörg.

 
Þann 03 júlí, 2008 , Blogger S r o s i n sagði...

Til lukku með daginn, Freyja mín... vona að þú hafir fengið frí í því tilefni :)

Heyri í þér fljótlega.

Hils. Srós

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim