Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, janúar 21, 2008

Allir klárir með rekurnar....

......nú er bara að hóa saman mannskap og ruppa þessum kofa upp. Fengum loksins byggingarleyfi á miðvikudag sem ætti auðvitað að útleggjast að við værum komin með leyfi til að hefjast handa...en nei nei eigum eftir að fá starfsmenn Reykjavíkurborgar til þess að fá sér rúnt upp í Úlfarsárdal og staðsetja lóðina nákvæmlega. Sá prócess gæti tekið allt upp undir 2 vikur miðað við fyrri vinnuhraða!! Svo nú er að setja í andarólegagírinn og vera ekkert að æsa sig upp af óþarfa, þetta fer alveg að skella á.

Lítið fer fyrir öðrum málum innan fjölskyldunnar, allir stilltir og prúðir að vanda. Ársól fer í afmæli tvisvar í viku og reynir að læra þess á milli. Ég set í uppþvottavél, þvottavél og þurrkara og reyni þess á milli að fara í vinnuna. Pésinn hittir Gunnuna sína fjóra daga í viku og er afskaplega sáttur við lífið og tilveruna. Gumminn kemur í mat tvisvar í viku og vinnur þess á milli. Svo það er ekki hægt að segja nema að við höfum það ansi fínt.

Þar til eitthvað fer að gerast í byggingarmálum

kv Freyja

1 Ummæli:

Þann 21 janúar, 2008 , Blogger S r o s i n sagði...

Viltu kannski fá lánaða Bubba Byggir þætti, fínt að fá smá upphitun... ég er allaveganna búin að horfa stíft á þá svo ég geti orðið að einhverju gagni þegar ykkur vantar fullt af svona Bubbum :)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim