Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, desember 18, 2007

13 ár........

Í gær áttum við hjónakornin þrettán ára afmæli....þrettán ár...þetta er ótrúlegt en satt. Og alltaf svífum við um á rósrauðu skýi ástarinnar...hahahah Héldum upp á daginn með að fara á tónleika þar sem Ársól spilaði jólalag á þverflautu, Helga vinkona hennar spilaði undir á píanó. Þær stóðu sig svakalega vel og voru rosalega flottar. Gaman að fá að prófa að vera foreldrið sem er með í maganum í salnum af spenningi. Fékk smá gæsahúð og alles. Þær voru samt ekkert stressaðar, tóku þetta með trompi. Eftir tónleikana fórum við á pizzastað og skruppum síðan í smá jólaleiðangur.

Bara örfáir dagar í jól og ég bara búin að öllu....líklegt. au koma víst alveg þótt ég sé ekki búin að neinu. Ekkert stress né læti.

kv Freyja

2 Ummæli:

Þann 21 desember, 2007 , Blogger S r o s i n sagði...

Til lukku með árin þrettán! hugsaðu 13 ár.. það er mjög góður árangur hehe

 
Þann 02 janúar, 2008 , Anonymous Nafnlaus sagði...

vá til hamingju með árin, þetta er ekkert smá mikill árangur.

Á ekkert að fara að endurgera matarklúbbinn okkar???

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim