Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, september 24, 2007

Við rákum féð í réttirnar í fyrsta og annan flokk......

Hýflóttar, golóttar, hyrndar, kollóttar, mórrauðar, svartar, grárysjóttar, hvítar, fjórfættar og sætar voru kindurnar sem við smöluðum inn í réttina í Bjarnarfjarðarréttina sl helgi. Mikið var líka um skeggjaða, sköllótta, síðhærða, rauðhærða, ljóshærða, stubbótta, feita, málóðra, mjóslegna, freknóttra tvífættlinga í þessum sömu réttum og mátti ekki á milli sjá af hvoru var meira af. Reyndu þessir tvífættu eftir besta megni og þori að handsama fjórfætlingana sem höfðu haldið til á hálendinu allt sumarið og því ekki vanir þessu áreiti tvífætlinganna. Sumir voru ofurhugar og köstuðu sér á eftir ferfætlingunum og héldu að þeir væri í kábbojleik en aðrir ( mér mjög tengdir) voru lafhræddir og skýldu sér bak við þá sem hugaðri voru.

Gaman að fá smá kindailm á sig þó svo að ilmurinn hafi ekki tollað lengi vegna veðurs, allir vindblásnir og hressilegir.

Skemmtileg tilbreyting úr borgarlífinu....næst verður bara að kanna hvort við Ársól getum ekki ráðið okkur sem matvinningar á einhvern sveitabæinn þegar sauðburður hefst næsta vor.

Löng og ströng vinnuvika framundan.......

1 Ummæli:

Þann 24 september, 2007 , Blogger Unknown sagði...

ohhh þið heppin að komast í réttir, langar geðveikt að fara með Thelmu í réttir.
Hún er svoddan sveitatútta að hún fílar sig örugglega í ræmur.

Kveja af Skaganum.
Ella

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim