Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, september 04, 2007

Júbbbbs Strandirnar voru eins og kiðlingur orðaði votar, þokukenndar, holóttar og hreint út sagt yndislegar, sem og alltaf. Fengum að prufa allan veðurskalann sól, rigningu, þoku, vind, meiri vind og logn ásamt öllum hinum veðurfræðiorðunum sem gott er að kunna þegar maður býr á Íslandi. Gott að koma í sveitina og hlaupa um. Pésinn var mjög kátur með lífið og tók stefnuna beint niður í fjöru þegar hann hafði tækifæri til. Knúsaði Snotru og elti hanana tvo villt og galið.Og voru þeir Hommi og Nammi ekkert allt of æstir í að leyfa þessum unga herramanni að ná sér. Gæsirnar tóku á rás þegar hann kom askvaðandi á eftir þeim og voru heldur ekki á því að leyfa honum að knúsa sig. Skrýtið!! Sem sagt líf og fjör í sveitinni.

2 Ummæli:

Þann 05 september, 2007 , Blogger S r o s i n sagði...

hmm... hlaupandi eftir Homma og Nammi í sveitinn... hljómar undarlega, já alveg rétt þið voruð á Ströndunum ;) haha

 
Þann 05 september, 2007 , Blogger Freyja sagði...

Einmitt.... nafngiftir dýranna eru með eindæmum snjallar, Hommi Nammi snilldarhanar, húsvanir og allt.

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim