Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, október 17, 2006

Hvar er andinn minn?

Ég er farin að halda að ég hafi skilið fleira eftir i Odenseborg en grillið mitt, sennilegast hefur andinn minn orðið þar eftir líka. Það er sama hvernig ég leita hann hefur ekki komið upp úr kössum sem tekið hefur verið upp úr, því er líklegasta skýringin að hann hafi ákveðið að setjast að á Ivarsvej.

Héðan er auðvitað heilmikið að frétta síðan síðast enda margir mánuðir síðan hér hefur verið ritað svo mikið sem einn stafur.

- Gengum frá íbúðinni á Ivarsvej í 33 stiga hita og mollu, púha málningin þornaði á rúllunni áður en maður gat komið henni á veggina

-Giftum okkur með pompi og prakt í Ráðhúsi Odense

-Við fórum í feikimikið ferðalag til Hollanda, Belgíu og Þýskalands.

-Flugum til Íslands og vorum ansi mikið þreytt og skrýtin þegar við komum en fengum ofsa góðar móttökur og það var gott að komast í uppábúið rúm eftir að hafa borðað brauð með hangikjötsáleggi og drukkið íslenska mjólk með ummmm

-Fengum gáminn okkar heim að dyrum næsta dag og var kallaður út liðsauki til að koma hlutunum í hús. Gekk svakalega vel og allir hlutir komust inn í íbúðina en mátti ekki miklu muna, og er íbúðin full út að dyrum.

- Farið í að skipurleggja íbúðina, sem var frekar mikið mál þar sem við eigum alveg gommu af hlutum. Endaði með að dágóður slatti af dótinu enn í kassa og aðrir standa inn í geymslu og bíða betra færis.

- Næstu dagar fóru í að koma reiðu á hlutina og koma fjölskyldunni í gangi í íslensku kerfi.

-Ársól byrjaði í skólanum nokkrum dögum eftir heimkomuna. Gekk vonum framar og þetta á svo sannarlega vel við hana. Stelpurnar í bekknum tóku henni rosa vel og gekk strax vel að læra.

-Gummi byrjaði í nýrri vinnu og er alveg að elsk'ana!!

-Barnið fékk loksins nafn og var hann skýrður í Árbæjarsafnskirkju 16. sept. Fékk hann nafnið Pétur.

-Keyptum okkur jeppa í dulargerfi....

-Fór í skreppitúr til Danmerkur til þess að viðhalda dönskunni...reyndi mikið á dösnkukunnáttu mína í H&M þar ytra.

-Kom heim með yfirfullar töskur og tómt veski hmmm.. er farin að skipurleggja þá næstu!!

-F'orum á Hornafjörð í vetrarfríinu og urðum veðurteppt, Íslandið alltaf jafn óútreiknanlegt og maður alltaf jafn hissa.

Þetta og margt margt annað hefur gerst hjá okkur undanfarna mánuði og gengur okkur alveg fínt að aðlagast Íslandinu góða.

Kveð að sinni og held leit minni áfram af andanum...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim