Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Framkvæmdagleðin að drepa mann

Jábbbs- svona er það þegar kemur vor, fólk ærist og fer út í garðana og tekur til, húsin máluð og vorverkin gerð. Svona er þetta líka á okkar heimili þrátt fyrir að stefnan sé að flytja innan skamms. En við erum búin að moka út úr sólstofunni/ eða hvað þetta á nú að kallast hérna úti, fórum og sóttum haveflísar og fulla kerru af sandi. Fengum góða hjálp í gær þegar Óli og stelpurnar komu í vinnu og "fengu" aðeins að taka til hendinni. Að loknu góðu dagsverki fengum við að launum matarboð hjá Óla og Jóu, svona á þetta að vera, fá fólk í vinnu sem síðan býður manni í mat. ( hef nú alltaf haldið að þetta ætti að vera öfugt!!).

Páskaplanið er að hitta Helgu sys og familiu í sumarhúsi á Jótlandi, borða páskaegg, páskalamb og drekka páskabjór, ferlega verður þetta næs, hlakka til.

Vona að þið eigið góða og notarlega páskahelgi

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim