Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, apríl 24, 2006

Er eiginlega bara að láta vita að það sé allt í rólegheitunum hérna megin. Barnið ætlar ekkert að flýta sér í heiminn svo við hinkrum aðeins!!

Veðrið tók kipp eftir sumardaginn fyrsta og er búið að sýna sínar bestu hliðar síðustu daga, sól og blíða eins og þetta á að vera. Ahhhh yndislegt, hitinn má alveg vera kominn til að vera. Vorum úti allan sunnudaginn upp í koloni og ég náði mér í fleiri freknur ( ef það er nú hægt). Ársól er komin í sumargírinn og það er farið í pilsi og sumarjakka í skólann þessa dagana, notarlegt.

heyrumst síðar kv Freyja

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim