Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Barnafréttir

Það er kominn drengur í Kópavoginum. Sigurrós og Ingvi eignuðust dreng í gærdag. Ekkert smá gaman. Elsku Srós, Ingvi og Nökkvi Reyr innilega til hamingju með drenginn, megi gæfa og gengi fylgja ykkur um alla tíð. Hlökkum til að sjá myndir af prinsinum.

Það eru svo sannarlega mikið að gerast í barnamálum alls staðar, og mikið af strákum sem fæðast núna. Viktor Daði kom fyrstur af þessum þremur sem hafa fæst á síðastliðnum 3 mánuðum, en honum lá á að drífa sig í heiminn og mætti tveimur mánuðum fyrr en áætlað var, síðan fæddist hann Siggi sæti Völu og Steinason, hann kom á réttum tíma í desember og rétt náði að vera með í jólafjörinu og nú síðast litli Ingvason í Kópavoginum, nú hljóta stelpurnar að fara dúkka upp. Ætli stelpurnar í saumaklúbbnum sjái ekki um þann hóp og komi allar saman með stelpur.... það verður gaman að sjá hvað gerist næstu 3-4 mánuðina.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim