Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, júní 23, 2005

Í lífsins ólgusjó...

Sveiflurnar hérna í vinnunni eru gífulegar þessa dagana. Í gær lék allt í lyndi og allt gekk rosalega vel og við vorum auðvitað í skýjunum yfir því, en það er nú annað hljóð í horni í dag. Ekkert gengur upp og það sem gekk svoooo vel í gær gengur ekki í dag. úfffff hvernig á maður að þola þessar sveiflur, annað hvort kemur maður heim svoleiðis úber glaður eða þá hálfskælandi.

Sögulegum hápunkti dagsins er vonandi náð (sjö níu þrettán), það var þegar (fja...) scanner tölvan brotnaði algjörlega saman, hún þolir greinilega ekki þetta álag sem hefur verið á henni undanfarna daga....blessunin. Shit maður það er nefnilega algjörlega bannað að eiga í svona tæknilegum vandræðum í miðri rannsókn, arrrrrg. En eftir miklar þjáningar og kvalir (hjá mér) tókst Sören tölvukalli að redda henni (tölvunni) og ég get haldið áfram, fjórum klukkutímum seinna! Núna má allt gjarnan virka það sem eftir er dagsins því annars er ég hrædd um að næsta blogg verða frá geðdeildinni.

En svona er nú lífið í Odense, allur tilfinningaskalinn tekinn með trompi á hverjum degi. Gummi og Ársól eru komin í sumarfrí og þau eru svo sannarlega að njóta þess. Gummi kláraði prófin á þriðjudaginn og að því tilefni var efnt til grillveislu í garðinum ásamt skólafélögunum. Ársól safnar bara sólbrúnku og ljósara hári þessa dagana þar sem það er 22-25 stiga hiti og sól. Ekki amarlegt. Ég er ekkert að hætta á það að láta sólina sjá mig og held mig þess vegna mest innandyra(í vinnunni). Sem er kannski ekki það skemmtilegasta, væri alveg til í að fá fleiri freknur og brenna smá á öxlunum. Það er nefnilega ekki möguleiki að vera brúnn þegar maður er ekta rauðhúðaður íslendingur eins og ég!!

Annars er von á gestum um helgina, Vala og familie er að koma í kvöld og verða fram á mánudag. Æjjj hvað við ætlum að hafa það skemmtilegt.

Þegar ég er búin hérna er ég komin í þriggja daga frí og ætla að njóta þess ærlega.

Eigið þið góða og sólríka helgi...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim