Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, mars 10, 2005

Ekkert að gerast hérna vinnan tekur sinn toll og þá gerist eiginlega ekkert annað hérna hjá mér. Jú reyndar í gær var ég ýkt dugleg nei það var í fyrradag víst....þá fór ég í boltaleikfimi hehe en asnalegt nafn. Allavega þá eru þetta ætingar með risa bolta, áááá hvað ég er með miklar harðsperrur. Ég hélt nú að þetta gæti nú ekki verið mikið mál, leika sér með bolta í eina klukkustund. En þetta tekur nú virkilega á og ég með þvílíkar harðar sperrur. F'or síðan út að hlauplabba... (svona labb með ínimíniskokki...) eftir það fór ég síðan í afmæli og borðaði á mig allt það sem ég hafði kannski getað losað mig við...demn. Þetta er vítahringur.

Það er að koma helgi...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim