Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Góð hugmynd fyrir þá sem vilja lyfta sér upp í skammdeginu..

Í dag fórum við Nete í grímubúningaleiðangur....erum nefnilega á leiðinni á villtavesturs veislu á föstudaginn í næstu viku. Við ætluðum að kíkja eftir kúreka-eða indjánabúningum. Fundum reyndar ekkert í þeim dúr en fengum hinsvegar miklu flottara, við ætlum að vera svona fínar frúr frá þessum tíma...í svona risa kjólum og með skringilega hatta. Ýkt flottar. Vorum eiginlega til í að þetta væru svona dansstelpurnar, en fundum bara ekki réttu búningana. En við verðum örugglega gáfulega þegar á að fara dansa...auðvitað ekki hægt að dansa í svona víravirki!! En annars var þetta besta skemmtun og við hlógum okkur máttlausar meðan við mátuðum mismunandi búninga. Svo þetta er góð skemmtun ef fólk vill lyfta sér upp.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim