Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, janúar 04, 2005

ÚFF PÚFF hvað það er erfitt að vakna á morgnanna, það er ekki hægt að bjóða manni upp á svona lagað. Alt jólafríið höfum við öll familian haft það svo hrykalega gott og ekki vaknað fyrr en eftir stundum að nálgast 12. Þvílík þægindi. En nú er allt í basli að reyna að snúa sólarhringnum við, er eiginlega ekki að takast.

Gummi fór verkfall í gær, já nú sagðist hann ekki elda meira, hvað meinarann eiginlega. Mér finnst þetta ýkt sanngjarnt hann eldar, og vaskar upp og ég legg á borðið og hvet hann áfram í eldamennskunni. En það var sem sagt komið að mér að elda og ég fann þennan girnilega pastarétt og þóttist vera ýkt klár á eldavélina!! Tókst nú samt að brenna já skaðbrenna einhverjar hnetur sem áttu að vera með og klikkaði á nokkrum atriðum. En þetta var nú samt góð tilraun. Gummi er samt ekkert að fatta að ég læt matinn bara brenna þannig að hann eldi næst!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim