Freyja

Týnd í tölvunni

fimmtudagur, október 28, 2004

Þá styttist í það....

Erum að verða búin að koma okkur ágætlega fyrir í stofunni og ætlum að búa þar innan um ógrynni af pappakössum og rusli fram á laugardag. En þá flytjum við. Skringilegt....

Við erum sko búin að eiga góðar stundir hérna fyrir framan ruslasvæðið:

- vaknað snemma (kl 6:30) á fimmtudagsmorgnum við hávaðann í ruslabílinum þegar hann sækir tómar flöskur......

- fylgst með Rusla á hinum ruslabílnum þegar hann tæmir ruslið, (og keyrir á rafmagnskassann)

- fylgst með kínverjunum gramsa eftir einhverju nýtilegu í ruslinu og æfa sig að hjóla á planinu.

-séð þegar íslendingarnir koma keyrandi með skottið fullt af rusli (sem stinnkar ekki vel)

-séð þegar skassið í næstu íbúð hlaupa út á náttkjólnum einum fata, þegar hún sá Todda fara út með ruslið. heheheh

-dulbúið okkur sem kínverja og farið út á ruslasvæði til að ná í ýmislegt. (Gummi getur verið ótrúlega líkur kínverja þegar hann tekur sig til!!)

Við eigum fullt fullt af góðum minningum tengdum ruslasvæðinu. Er farin að halda að við verðum geðveikt einmana á nýja staðnum, þar er ekkert ruslasvæði fyrir framan hjá okkur, verðum örugglega farin að spæja um nágrannana innan tíðar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim