Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, október 25, 2004

Hún er fædd...

....Auður Ísold er komin í heiminn!

Litla prinsessan sem lét vita af sér í Póllandi er komin í heiminn. Sú er snjöll, lætur mömmu og pabba kynnast heilbrigðiskerfinu í Póllandi bara svo þau fá nú smá manningasjokk og fýti sér heim til Danmerkur, svo lætur hún þau bíða alveg fram á settan dag. Elsku prinsessa velkomin í heiminn, Helga og Þórir hjartanlega til hamingju með stelpuna ykkar, síðast en ekki síst Fjalar Hrafn til hamingju með litlu systir. Þú verður alveg pottþétt skemmtilegur prakkarabróðir sem leiðir litlu systur út í ýmis skemmtileg ævintýri, eftir ekki svo langan tíma.

Ársól fór nú að tala um að það væri nú kannski betra að Fjalar væri jafn gamall henni því þegar maður er orðinn svona stór þá gæti maður hjálpað svo mikið til!! Jamms þetta umræðuefni kemur alltaf upp með reglulegu millibili. Mamma hvenær fæ ég líka systur.........hmmmmm. held að henni finnist þetta eitthvað ósanngjarnt þar sem hann sé enn svona lítill en samt á hann systur.... svona er þetta nú flókið.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim