Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, september 29, 2004

Ætlum að gera allt....og meira til

Það er eins og að það sé ekkert að gerast hérna í mörkinni, en eiginlega er ástæðan auðvitað sú að það er svo mikið að gera þessa dagana, sem er auðvitað bara skemmtilegt. Ég er á fullu í vinnunni og þarf að klára smá verkefni áður en ég skelli mér til Íslands.....við erum nefnilega að koma við mæðgurnar. Ætlum sko að gera ALLLLLLT sem okkur langar til....við ætlum að

- Fara í sund.....ahhhhh heitu pottarnir og já bara það að það sé hægt að fara í volga sundlaug er frábært.

-Borða fullt af alíslenskum mat, (má maður senda óskalista....hann er mjög líkur og síðast.....lifrarpylsa með kartöflumús, kjötsúpa og kakósúpa, og kleinur og og og get talið endalaust upp nammmmmm)

-Við ætlum að fara í sumarbústað og flatmaga í heitapottinum þar...( við verðum þokkalega komnar með grýlutásur eftir ferðina)

-Fara upp á Ketilaugafjall og Meðalfell, svona til þess að ná sér í alvöru háfjallaloft. Kannski er maður orðinn svo vanur því að ganga á jafnsléttu að það er ekki víst að við komumst þetta....

-Hitta fullt af skemmtilegu fólki, sjá hænurnar hennar ömmu og fleira og fleira...það er greinilegt að við mæðgurnar ætlum að vera í hálft ár....svona ef á að koma öllu í verk.

En áður en að þessu öllu skemmtilega kemur verður maður víst að vinna svolítið vel. Þess vegna er ég að hugsa um að flytja svefnpokann minn hingað um helgina.......eða kannski ekki ég er nefnilega að fara í árlega skringilega matarklúbbinn. Á borðum verður að þessu sinni kengúrukjöt, einhver gullfiskategund!!! og eitthvað fleira sem ég er búin að gleyma hvað heitir. reyndar er ég eiginlega södd eftir síðustu helgi, fórum í þessa líka flottu veislu hjá Þóru og Gústa.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim