Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Sól sól skín á mig......

þetta sungum við Ársól hástöfum í göngutúrnum í gær. Það rigndi eldi og brennistein á okkur þar sem við spókuðum okkur í skóginum. Og viti menn þessi söngur virkaði því í gærkvöldi (þurftum reyndar að bíða þangað til) þá byrjaði sólin að skína. Við skunduðum því upp í koloni og grilluðum bæjarins bestu pylsur, ss pylsur med ss sinnepi sem ársól færði okkur namm namm. Við gistum líka uppfrá og höfðum það svaka kósí í gærkvöldi. Gummi fór síðan eldsnemma í vinnu og við mæðgur sváfum langt frameftir. Fórum síðan í hjólaferð þar sem ársól púfukeyrði ´nýja flotta reiðhjólið sitt. Í dag er búið að vera geggjað veður og sólin er sko sannarlega búin að svíða okkur hérna. Skruppum i Fötex til þess að fjárfesta í sundlaug sem var blásin upp og fyllt hérna úti í garði. Ahhh rosa gott að kæla sig þar í hitanum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim