Freyja

Týnd í tölvunni

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Helgin í hnotskurn

Var með heimþrá alla helgina....ekki gaman. Ekki það að hafi verið eitthvað ýkt leiðinlegt hérna, langaði bara að skreppa heim og hitta alla ættingjana sem voru að hittast fyrir austan. EN það er bara eins gott að maður fái heimþrá annað slagið, hottt fyrir sálina...(ein að reyna að hughreysta sjálfa sig). EYdís og fam og Ása og fam voru hjá mömmu og pabba núna um helgina og þá langar manni líka að vera með.

Gummi var að vinna um helgina og við Ársól höfðum rosa gott. Fórum í Friluftsbaðið. Sem er sundlaugagarður hérna rétt hjá, lágum þar og létum fara vel um okkur. Á sunnudaginn hjóluðum við síðan í búðina og fylltum hjólavagninn af vörum, vorum svo síðan svo klárar að við ákváðum að kíkja í kolonihaven, og það biðu vörurnar í vagninum í 4 klst, allt var orðið frekar soðið þegar við komum heim, heit mjólk nammm.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim