Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Ég sá þjóf í gær. Var stödd í lítilli búð í gær og varð vitni af því þegar einn kall, stakk ísköldum bjór inní buxurnar hjá sér....brrr hvað þetta hlýtur að hafa verið kalt. Ótrúlegt hvað menn geta lagst lágt, stela einum skitnum bjór. Ég var alveg ákveðin að klaga hann en svo var félagi hans rétt við hliðiná mér þegar ég var að borga svo ég þagði bara. Það er alltaf ótrúlega mikill lýður sem safnast saman þarna fyrir utan og maður þarf að halda fyrir nefið til þess að fara ekki í vímu við það eitt að hlaupa framhjá.

Svona er nú það já.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim