Freyja

Týnd í tölvunni

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Ég ætlaði að vera svo ægilega góð við eiginmanninn (ja kannski allavega tilvonandi hmmmm). Fór og keypti á hann alklæðnað. Valdi auðvitað númerin sem hann er vanur að nota, en nei nei.......þegar karlpeningurinn ætlaði að smella sér í fötin komust buxurnar varla upp fyrir hné og skyrtan rétt komst upp á hendur................... Hvað skildi valda þessum mini-fötum. Ekki er það Gummi sem hefur vaxið svona mikið það getur varla verið. En mín kenning er sú að sumar búiðir víxli á merkjum setji large númerin á small buxurnar og svo framvegis. Þetta á auðvitað að vera á hinn veginn því það er ekkert smá gaman ef maður getur keypt sér föt í minna númeri heldur en síðast og þá kaupir maður miklu meira!!!

En annars er Gummi búinn að segja upp húsmæðrahlutverkinu sem hann er búinn að sinna af fullum krafti í 10 daga og er stunginn af í skólann. Þetta sem var farið að venjast ohhhhh. Þetta var ýkt þægilegt. En þetta var of mikið álag fyrir hann, það þurfti að fara OFT í kaffi til Óla. Ákveða hvað ætti að borða og panta tíma hjá lækni fyrir Ársól....pÚúúúúFFF. Þvílílt álag hehehehe.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim