Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, desember 10, 2003

Váááá hvað tíminn flýgur. Nú er bara vika í að við verðum um borð í lúxus Iclandexpress vélinni á leið til fyrirheitnalandsins....Íslands. Maður verður að fara að viðra töskurnar og athuga hvort maður verði nú ekki örugglega með nóg af farangri. hehe ekki erfitt að fylla töskurnar. Fullt af jólapökkum. Jibbííí.

Var samt að spá í að koma líka með danskt vatn, til þess að drekka á meðan dvölinni stendur........ekki af því að danska vatnið sé eitthvað gott, það kemst ekki með tærnar þar sem það íslenska vatnið hefur hælana, nei það er nefnilega maður er svo ótrúlega lengi að venjast þessu vonda vatni aftur. Svo kannski besta leiðin til þess að sleppa við það er að prófa aldrei góða vatnið á íslandi.......................Væri auðvitað mjög gaman að útskýra þessi mál fyrir tollvörðunum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim