Freyja

Týnd í tölvunni

föstudagur, nóvember 21, 2003

Jæja síðasti vinnudagur vikunnar og eins og Dönum sæmir þá ætla ég nú að hætta fyrr en venjulega (samt hætti ég nú aldrei neitt seint) og reyna að draga Gumma og Ársól með mér í bæinn. Það er allt að verða svo jólalegt að það verður bara fínt að kíkja á stemminguna. Svo er þorrablótsfundur í kvöld ætli svo það verður gleði og gaman niðrí íslendinga félagi. VOna að þeir séu búnir að kaupa íslenskt nammi svo við getum fengið okkur eitthvað gott fundinum. Annars gengur undirbúningurinn fyrir blótið mjög vel og stefnir í hörku þorrablót þetta árið.

Ég er að vinna með færeyingi hérna á spítalanum, í gær var hann að segja mér það sem hann kann í íslenski ( sem er heill hellingur) eitt af því sem hann lærði er "Andskotans færeyingurinn", og fleira í þessum dúr. Þetta lærði hann þegar hann var á kollegi með íslendingum í Kaupmannahöfn. Þegar hann fór svo að segja mér frá því að hann ætti mjög stórt "FRÍMERKJA SAFN" frá íslandi sprungu strákarnir úr hlátri og spurðu hann hvort þetta væri ekki orðinn úreld pick up lína!!!! en greinilega ekki því ég fattaði ekki neitt..........svo saklaus!!! Fell alveg fyrir svona frösum greinilega.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim