Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, október 08, 2003

Rósir og rómantík....

Ekki alveg en maðurinn minn var nú mjög rómantískur í fyrradag þegar hann færði mér ný dekk undir hjólafákinn minn. Ég er sem sagt komin á þrusu bæjardekk í staðinn fyrir þessi fjallahjóladekk sem maður hefur sko enga þörf fyrir hér á landi. Nú get ég brunað í skólann á morgnanna og ég held að ég sé örugglega helmingi fljótari ( ok ok kannski ekki alveg !!). Annars er þetta nú frekar tíbískt maður hjólar af stað í logni og blíðu og svo þegar maður er að renna sér af stað kemur grenjandi rigning.........búið að gerast 2 X í þessari viku, algjört svindl.

Loksins er ég farin að fá að gera eitthvað almennilegt í skólanum mínum, þe annað en að lesa eitthvað krap, ég fékk í gær að föndra aðeins með DNA og það var bara þræl skemmtilegt. Svo nú get ég verið að sulla ýmsum efnum saman og drullumalla pínu, gaman gaman.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim