Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, ágúst 11, 2003

Ich bin ein kugelschreiber

Þessi fræga setning kom sko að góðum notum í Þýskalandi, okkur vantaði sem sagt penna og Gummi var ekki lengi að sletta þessari setningu framan í þýskarakonuna sem afgreiddi okkur. Ég hélt að það myndi líða yfir hana....en svo útskýrðum við fyrir henni að okkur vantaði bara kugelscreiber ekki að við værum pennar!! Ach so !!!!!!!!!!!þá skildi hún okkur loksins. Frábær frasi sem er meira að segja hægt að nota í útlandinu.

Nú er lífið hér í Danmörkinni allt að falla í fastar skorður og Ársól er komin á fullt í skólanum, kemur heim á hverjum degi með nýja fróðleik, mamma í dag lærðum við að við eigum alltaf að rétta upp hönd þegar við viljum segja eitthvað eða spyrja, já eða allir nema ég ??? Bíddu við af hverju þarft þú ekki að rétta upp hönd?? Bara af því ég segi ekkert!

Annars erum við eiginlega alltaf á ströndinni núna, því það er svooooo heitt og best að vera þar sem maður getur kælt sig niður. Ahhhhh skellt sér í sjóinn á milli þess sem maður flatmagar á ströndinni. Gerist ekki betra.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim