Freyja

Týnd í tölvunni

mánudagur, júní 23, 2003

Kyngimagnaður nornadagur

Við vorum að koma heim úr grillveislu í garðinum góða, það var nú ekki hægt að segja að það hafa verið sól og blíða, því að ég hef aldrei lent í öðrum eins þrumum og eldingum, héldum að það ætlaði aldrei að hætta. Í dag er Sant Hans dagur sem er hátíðsdagur hér í DK, mig minnir að þetta sé eitthvað út af nornum sem farið var með á brennur og brenndar væntalega, allavega skildi ég útskýringuna á þann veg. Að tilefni hátíðarinnar ákváðum við nokkrir kátir íslendingar að grilla saman ( íslendingar alltaf að grilla, danirnir eru ekki alveg að skilja þetta mál). Fengum fullt ef fólki í heimsókn, Birgitta Toddi, Natalía og Davíð, Guðbjörg og Vignir, Hjördís Anton og Hildur, ANton Már og Erla Rut og Melkorka og Brynja Mjöll. Við borðuðum á okkur gat og meira en það og horfðum á eldingarnar og þegar þrumurnar voru komnar ískyggilega nálægt var forðað sér inn í hús. Það lá við að við yrðum veðurteppt því það var bara ekkert að stytta upp, en endaði með því að allir hlupu út á hjólin sín og svo var brunað heim á kollegi allir hundblautir og skemmtilegir, en þetta var frábært kvöld.

Á laugardaginn var kveðjupartí fyrir tvær sem eru á leiðinni heim, endar með því að maður verður einn eftir!! Var auðvitað tekið vel á því og endað á vertanum eins og vanalega, allavega flestir, en annar sá sem var verið að kveðja laumaðist bara úr partíinu, en það gerði ekkert til við hin skemmtum okkur konunglega. Það er svo fínt að vera ekkert að vinna þá er bara hægt að djamma á virkum dögum líka...........Ekki amarlegt. Þannig að það er spurning um að fara að skipuleggja annað kvöld. Sjáumst þá !!

1 Ummæli:

Þann 26 maí, 2019 , Blogger osm18 sagði...

türk seks, türk sex, türk sikiş, türk porno, türkçe pornosu, türkçe altyazılı porno, türkçe konuşmalı sikiş,türk porno türk pornosu, türkçe pornosu, türk porno izle, türkçe seks izle, türkçe sex izle, türk porn, turk porn, turkish porn, turkce porno, porno,

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim