Freyja

Týnd í tölvunni

miðvikudagur, október 03, 2007

Sumarið 2007.
Sumarið hófst með klettaklifri upp í paradísarhelli. Ársól hetja og Gummi garpur riðu á vaðið og príluðu upp... Pétur lét sér nægja að skella sér í balabað í öllum fötunum
Við hjónin tókum smá forskot á sumarið og fórum ásamt fríðu föruneyti til Heidelberg í Þýskalandi.


Dvöldum yfir helgi í góðu yfirlæti á Spjör í frábæru veðri.

Pétur stubbalingur fékk sýkingu í bein og varð því að dvelja á sjúkrahúsi í vikutíma og fékk lyfjagjöf í rúman mánuð eftir það. Stóra frænka var svo góð við litla lasarusa og leyfði honum að sitja í hjá sér....Enginn stenst fjöruna og hér sést Pétur skunda beint niður að sjó...heimasætan hvílir lúin bein. Um miðjan ágúst fórum við síðan í frábæra ferð til Færeyja þar sem við hegðuðum okkur eins og sannkallaðir túristar...koma svo taka myyyyynd!!


Skoðuðum ótrúlegar náttúruperlur og fórum í mögnuðustu siglingu ever...
Eftir Færeyjaför lögðum við land undir fót og brunuðum á strandirnar til þess að heilsa upp á ömmu og afa hanabændur. Pétur fann sinn besta vin, Snotra var ekkert allt of hrifin af þessari athygli sem ungi herrann veitti henni. Afi hanatemjari sýnir listir sínar með þá Homma og Namma.
stóra stundin runnin upp...15 september....loksins loksins orðin 10 ára. Haldið upp á afmælið með pompi og prakt í Gerplusalnum í Kópavoginu, margt um manninn og fullt af fjöri.
Fengum smá nasarsjón inn í sveitamannalífið í Bjarnarfirðinum og tókum þátt í að draga nokkrar rolluskjátur í dilka. Stóðum okkur eins og hetjur að vanda.

Svona var sumarið hjá okkur í stuttu máli....
3 Ummæli:

Þann 04 október, 2007 , Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta hefur verið þrusu skemmtilegt sumar. Aldeilis ferð á ykkur.

Mér fannst nú nöfnin á hönunum nokkuð sjarmerandi...hehe.

Síðbúnar kveðjur úr Bjarnafirði... þar sem undirritaður var of eftir sig eftir húllum hæið til að kveðja um sunnudagsmorguninn.

Yndislegt að sjá ykkur.

Knús frá Kiðlingi

 
Þann 05 október, 2007 , Anonymous Nafnlaus sagði...

ekkert smá skemmtilegt blogg!!!!!
kv. ólöf

 
Þann 05 október, 2007 , Blogger S r o s i n sagði...

Segi eins og Ólöf, skemmtilegt blogg. Ótrúlega flottar fjörumyndirnar!

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim