Rólyndis helgi að baki
Laugardagurinn fór í að leita af draumahjólinu...þar sem Ársól er að verða 10 ára eftir örfáa daga sendum við hana í heimsókn til Baldurs og Arnaldar og fórum sjálf og ætluðum að versla eitt stykki hjól....fórum á milli allra reiðhjólaverslana sem við fundum, en uppskárum ekki svo mikið sem eitt bretta. Öll 24´´ hjól virðast vera útseld í allri henni Reykjavík, já og víðar ss Selfossi. Hvað gerum við þá, vorum löngu búin að ákveða þetta og héldum bara að við gætum rennt inn í eina ekta hjólabúð og valið þar úr úrvali hjóla...nixen dixen ekki alveg staðan sem við erum í. Við fundum að vísu eytt reiðhjól sem kostaði 48.000 krónur....úffpúff finnst það aðeins of mikið.
Verðum víst að geyma þetta aðeins og finna upp á einhverju öðru snjöllu...er samt eitthvað ekki hugmyndarík þessa dagana.
Á sunnudag skruppum við Ársól og Pétur niður í bæ með strætó, hittum Eydísi og Arnald. Fengum okkur svakalega gott að borða og gáfum öndunum líka nokkrar nýbakaðar brauðsneiðar. Þeim fannst það ekki amarlegt að fá svona ilmandi nýtt brauð beint úr bakaríinu. Pétri fannst þetta líka gríðarlega spennandi og var það alveg full time job að elta hann og grípa þegar hann var líklegur til þess að fá sér sundsprett í tjörninni!!
Skemmtilegt vika framundan...svo ammæli...
1 Ummæli:
Heyrðu það er fín hjólabúð hér í Hafnarfirði á Bæjarhrauni, hef reyndar ekki farið þangað í svolítinn tíma en getið kíkt þangað.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim